Elísabet Stefánsdóttir

rss feed


blogdrive

Jan 16, 2004
..

Hér er ég:

Elísabet Stefánsdóttir, fćdd 12. október í Vestmannaeyjum. Mitt fyrsta verk var ađ hafa af mömmu afmćlismatinn en hún á afmćli 11. október og var í ţann mund ađ fá afmćlissteikina ţegar ég lét til skarar skríđa og bođađi komu mína í heiminn. Mamma missti ţví af matnum en fékk mig í stađinn – ekki amalega skipti ţađ :-)

 

Um mig:

Ég hef stundum sagt ađ ég sé eingetin. Móđir mín heitir Ágústína Jónsdóttir (11.10.49). Hún starfar sem ţjónustufulltrúi í Íslandsbanka. Mađurinn hennar heitir Jóhann Ásgeirsson (24.05.57), hann er netagerđarmeistari og rekur eigin veiđafćragerđ. Jói á lítinn gutta, hann Jón Einar (20.06.91) sem mamma elur upp međ Jóa sínum.

 

Kćrasti minn heitir Björn Logi Ţórarinsson (16.02.72). Bjössi er á síđasta ári í lćknisfrćđi og mun taka kandídatsáriđ sitt á sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann á tvo litla pjakka: Hildi Guđný (14.10.92) og Birnu Björk (15.04.99). Foreldrar hans Bjössa eru Ţórarinn Tyrfingsson (20.05.47), lćknir og Hildur Guđný Björnsdóttir (26.04.44) sem er grunnskólakennari og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Bjössi á fjögur systkyn, ţau Dóru, Tyrra, Hildi og Ţórhildi.

 

Ţegar kemur ađ mér er ekki annađ hćgt en ađ nefna ţrjár ađrar manneskjur sem standa mér allra nćst. Ţar er fyrst ađ nefna ömmu mína, Elísabetu Kristjánsdóttur (01.12.19) sem býr í Eyjum. Amma hefur ađ miklu leyti aliđ mig upp ásamt mömmu og er uppáhaldsmanneskjan mín á ţessari jarđarkringlu. Ragna Jenný Friđriksdóttir (26.11.75), ţroskaţjálfanemi, er mín elsta og besta vinkona. Unnusti hennar er Garđar Sigţórsson (22.03.69), fiskeldisfrćđingur, og saman eiga ţau lítinn prins, hann Friđrik Benóný (16.05.99). Svo er ţađ Jóna Sveinsdóttir (21.07.75), umhverfisfrćđinemi, sem er líka mín kćrasta vinkona. Henni og Rögnu Jenný kynnist ég í 7 ára bekk og ţví höfum viđ veriđ vinkonur í rúmt 21 ár! Viđ Ragna Jenný höfum ávallt veriđ hálfgerđar samlokur og međal annars fengiđ viđurnefniđ "síams". Hin síđari ár höfum viđ mikiđ veriđ međ Jónu, svo mikiđ á tímabili ađ eitt sinn vorum viđ Jóna spurđar hvar "Jónatan" vćri en ţá var Ragna Jenný ekki međ okkur. Viđ rákum upp stór augu og skyldum ekkert í ţessu ţar sem viđ ţekkjum engan Jónatan. Ţá var okkur bent á viđ vćrum ţarna; "Kasper og Jesper".... og ţá hlyti "Jónatan" ađ vera skammt undan :-)

 

Í hnotskurn:

Elísabet Stefánsdóttir

Bragagata 29a

101 Reykjavík

S: 551-8082 og 869-3246

 

Stúdent af félagsfrćđibraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 1995; IATA-UFTTA diploma í ferđamálum frá Ferđaskóla Flugleiđa 1997; Nám í viđskiptafrćđi viđ Háskóla Íslands 1999-2000; BA-próf í stjórnmálafrćđi 2004.

 

Ég hef starfađ hjá Alţingi sem ađstođarkona Helga Hjörvar, alţingismanns frá ţví í ágúst 2003. Sumariđ 2003 vann ég sem ţjónustufulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ţar á undan var ég flugfreyja hjá Íslandsflugi 1999-2002 og lćknaritari sumariđ 2002. Ég vann viđ farţegaafgreiđslu hjá Íslandsflugi 1997-1999 og ađ lokum vann ég á leikskóla í eitt ár 1995-1996. Auk ţessa hef ég stundađ ýmis sumarstörf og störf samhliđa námi, t.d. sem kaffibarţjónn, á barnaskemmtistađ, viđ fiskvinnslu og sćlgćtisframleiđslu.

 

Restin af hnetunni:

Fćdd og uppalin í Eyjum. Flutti í höfuđborgina 16 ára gömul en gekk illa ađ slíta rćturnar í Eyjum, til ađ byrja međ. Af ţeim sökum var ég međ annan fótinn í Eyjum fram til tvítugs en síđan ţá hef ég alfariđ búiđ í Reykjavík og kann ţví vel.

Ég stundađi íţróttir öll uppvaxtarárin og prófađi líklega allt sem var í bođi. Handboltinn og fótboltinn áttu ţó hug minn allan. Ég stundađi handbolta međ ÍBV í fjölmörg ár og var ţar í frábćrum félagsskap og ekki má gleyma ţví ađ viđ vorum nú bara asskoti góđar og lönduđum nokkrum Íslandsmeistaratitlum og bikarmeistaratitli í yngri flokkunum. Einnig stundađi ég fótbolta í sama góđa félagsskapnum sem svo ţróađist yfir í GO GO GIRLS klíkuna. Í fótboltanum náđum viđ ađ hremma einn Íslandsmeistaratitil og ég náđi ţví ađ komast í unglingalandsliđiđ.

Áhugasviđ mitt liggur ađ miklu leyti á  hinum pólitíska vettvangi. Ég er reyndar óflokksbundin en er hálfgerđur fréttafíkill og hef afar gaman af ţví ađ lesa um stjórnmál og önnur ţjóđfélagsmál. Ég er svolítiđ hugfangin af pćlingum um alţjóđavćđingu ţessa dagana. Ég er bókaormur og veit fátt eins notalegt og ađ kúra međ skáldsögu, gott kaffi eđa kakóbolla. Ég er međ ólćknandi og króníska ferđadellu og ţađ allra skemmtilegasta sem ég veit er ađ ferđast til nýrra landa. Ég hef einnig gaman af allri útivist og stefni á ađ ferđast um landiđ mitt í sumar, ganga á fjöll og njóta útiverunnar. Í dag er ég alveg hćtt ađ stunda keppnisíţróttir. Mín hreyfing felst einkum í ţví ađ fara á línuskauta og í göngutúra á sumrin. Ég fć líkamsrćktardellu međ reglulegu millibili og er ţá hörkudugleg í einhvern tíma en svo sést ég ekki í líkamsrćktarsalnum í marga mánuđi. Annars er ég nokkuđ heimakćr manneskja og mér líđur best í góđum félagsskap minna nánustu vina og vandamanna.


Posted at 02:01 am by elisabet2
Make a comment